Býflugur.is
Valh˙s
ritaði þann 22.June 2011 21:45:20
 
14/6 Góðan dag, 
Flugurnar okkar eru komnar á sitt nýja heimili og við heyrum suða í búunum.
Drotningarnar voru báðar lifandi en mér fanst of mikið dautt af flugum, 
í morgun lyfti ég lokinu og sá að þær voru að ná sér í sykurvatn. Svo bíður meður bara eftir framhaldinu.
kveðja Valgerður
17/6Ágætu Bývinir
Héðan frá Húsatóftum er bara allt gott að frétta. Dauðu flugurnar sem eftir voru í kassanum voru settar inn í skemmu og lifnuðu flestar við og fóru inn á sitt heimili um hádegi 15. júní, það var bara or kalt þó settum við regnhlífar til að skíla þeim um nóttina. Ég hef alveg staðist að opna en sé samt að þær fara í fóðurtrogið að fá sér sikurvatn. Í gær var sól um tíma og þá var heilmikið um að vera, en í dag er skýjað en samt sjáum við að þær eru að koma með gult á fótunum. Við sáum í morgun þar sem ein flugan kom út og tók eina dauða og flaug með hana burtu, merkilegt hvað þær eru sterkar. . Ég helt, þó ég hafi ekki vit á því, að búin okkar séu í góðu standi. Hátíðarkveðju Valgerður

20/6Kæru bývinir.
Í dag skoðuðum við í seinna búið, það sem var með tvo kassa.Við fundum drottninguna og sáum egg, það voru næstum allar flugurnar í efri kassanum og allt virtist í lagi. Svo stóðst ég ekki mátið að líta aðeins í hitt búið en þegar ég sá egg og gott líf var ég fljót að ganga frá, Drottningin hlítur að vera lifandi úr því eggin eru svona mörg. 
Veðrið er gott og ég veit ekki hvað á að hafa fóðurkassan lengi, getur einhver sagt  við hvað maður miðar í því? það er ótrúlegt hvað maður getur glaðst yfir flugum
Kæru vinir.
Ég gallaði mig uppéftir hádegið, á ósaranum og lagði til atlögu  við annað búið.
Guðjón var ógallaður en hann er ekkert smeikur( ekki enn). Ég tók fóðurtrogið ofanaf og sá strax að frjódeigið er búið. Ég leitaði að drottningunni en fann ekki. fattaði að ég hafði gleimt að setja plastið sem rammarnir hvíla á í búið og tók alla rammana og setti þá í annan kassa og bætti úr yfirsjón minni svo setti ég allt í aftur og gekk frá, það er búið að byggja mikið á sjö ramma en ég gaf mér ekki tíma til að leita að eggjum en sá að ekki var búið að byggja nein drottningarhólf svo ég geri ráð fyrir að hún sé lifandi þó ég hafi ekki séð hana.
Þær eru duglegar að bera inn frjó svo ég spyr , þarf ég að gefa þeim meira frjádeig?
Hvað lengi þurfa þær aðð hafa sykurvatnið?
Ætla að skoða í hitt búið á morgun ef veður og aðstæður leifa.
Með góðri býkveðju 
Valgerður
22/6

 
 
Valger­ur(Valhus@uppsveitir.is) sagði þann 25.March 2014 12:33:23
 Kæru bývinir.

Litum á búin okkar á laugardag, hreinsuðum fluguopin og hlustuðum á yndislegt suð sem heyrðist í öllum búunum. Vonandi koma þau vel undan vetri.
Kveðja af Skeiðunum.
 
 
 
 
Tˇmas Ëskar Gu­jˇnsson(tomas@husdyragardur.is) sagði þann 01.April 2013 16:35:58
Gleðilega páska býbændur !   Ég myndi setja fóðurkassann á búið Valgerður, sérstaklega ef grunur leikur á að þær hafi étið upp vetrarforðann.   Í Húsdýragarðinum notuðu flugurar páskahelgina til að koma með fyrstu frjókornin heim.  Alltaf spennandi að sjá það gerast. Líklegast er þetta af víði, en ég sannreyni það í vikunni.  Nóg er af fóðri í búunum tveimur.  Annað búið er með aldraða drottingu, 5 vetra og virðist hún ætla að lifa enn einn veturinn, líklega þann síðasta. Hef ekki fengið af mér að farga henni enda ber hún hið virðulega nafn Sigrún fyrsta..  Hitt búið kemur gríðarlega sterkt undan vetri og brugðust flugurnar ókvæða við um daginn þegar vetrardvölin var trufluð.  Búast má við að drottningarnar séu við það að hefja varp eða jafnvel byrjaðar og því eru næstu vikur úrslitastund fyrir búin.   Kveðja, Tómas
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 31.March 2013 14:54:24

Góðan daginn og gleðilega páskahátíð.

það er líka hátíð hjá flugunum okkar, 14 stiga hiti og vesturbæjarbúið var í hreinsiflugi í dag.

Við gáfum miðbýlisbúinu sykur og pollen, þær klára sykurinn á augabragði,. Það er spurning hvort maður þarf ekki að setja fóðurkassann á, hvað segið þið um málið mínir kæru.

Kveðja Valgerður

 
 
 
 
Gy­a Atladˇttir(gydaat@gmail.com) sagði þann 11.March 2013 23:16:24
Ég hef ekki tök á að þyggja þetta góða boð, Valgerður, því miður. En mikið væri nú gott að fá að vita hvað kemur út úr þessari skoðun! Er það hægt?

Mbk. Gyða Atladóttir 
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 11.March 2013 18:04:04
Ágætu bývinir.
Í dag fór ég út að sleikja sólskinið og leit við hjá flugunum okkar. þar var ekki allt eins og það átti að vera, stæsta búið okkar er greinilega ekki í lagi. þykkt teppi af dauðum flugum fyrir framan og ekkert líf að sjá. Fyrir nokkru þegar ég leit eftir búunum virtist allt í lagi.
Ekki veit ég hvað hefur gerst en á morgun ætlum við að gera könnun sem ég vil bjóða fleirrum að taka þátt í.
kl 10.30 í fyrramálið væri gaman að sjá ykkur sem viljið fylgjast með, fræðast með okkur og reina að finna út hvað hefur gerst.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 11.March 2013 18:03:54
Ágætu bývinir.
Í dag fór ég út að sleikja sólskinið og leit við hjá flugunum okkar. þar var ekki allt eins og það átti að vera, stæsta búið okkar er greinilega ekki í lagi. þykkt teppi af dauðum flugum fyrir framan og ekkert líf að sjá. Fyrir nokkru þegar ég leit eftir búunum virtist allt í lagi.
Ekki veit ég hvað hefur gerst en á morgun ætlum við að gera könnun sem ég vil bjóða fleirrum að taka þátt í.
kl 10.30 í fyrramálið væri gaman að sjá ykkur sem viljið fylgjast með, fræðast með okkur og reina að finna út hvað hefur gerst.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Kristbj÷rg Kristmunds(kristbjorg@kristbjorg.is) sagði þann 17.January 2013 02:35:01
Sæl öll

Er ekki of kalt hjá okkur fyrir bókhveitið? Ég rækta það í bökkum inni annað slagið til að setja í salat eða boost, en hef ekki prufað að rækta það útivið. Miðað við síðasta sumar hér sunnanlands þá ætti að vera möguleiki að fá það til blómstrunar?

Ég læt fræin í bleyti yfir nótt áður en ég sái í sáðbakka, læt fræin liggja ofaná moldinni, sit rök dagblöð ofaná þ.t. fræin spíra, tek þá blöðin af og leyfi spírunum að vaxa. En ég hef bara verið að sækjast eftir spírunum.

Gaman að prufa að sá inni í vor og setja út þegar frost og kuldi hafa runnið sitt skeið.

Bestu kveðjur

Kristbjörg
 
 
 
 
KatrÝn H ┴rnadˇttir(kha@simnet.is) sagði þann 16.January 2013 17:27:29
Sæl Valgerðu
Hve mikið magn þarf maður að taka og hvað kostar það, er það lífrænt eða ekki ?
mbk Katrín
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 16.January 2013 16:54:48
Sælir bývinir.
Gleðilegt ár og takk fyrir góð kynni á liðnu ári.
Hafði samband við mig hann Guðjón í Fóðurblöndunni á Selfossi en hann er beðinn um að útvega fræ af Bókveiti, það ku vera góð hunangsplanta.
Nú er spurningin hvort fleirri vilja prófa að sá þessarri plöntu?
Hvað segið þið sem hafið reynslu?
 Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 29.October 2012 12:46:21
Sælir kæru Bývinir. Við vorum í morgun að ganga frá skýlinu um býbúin, tók ég þá eftir því að það var kominn spónaslæðingur út um opið að neðan. við athugun kom í ljós að þær eru búnar að éta sig í gegnum stikkið sem ég hefti neðaná spónakassann, sem var þó alveg ný og þykk leirþukra.
ég tók því spónakassann og setti plastnet neðaní og svo aftur á með spónum.
Nú verð ég að fara svona í hin búina líka því ekki er gott að spænirnir hrinji ofaní búin.
Vil segja frá þessu svo þið hin verðið á verði hjá ykkur.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 08.September 2012 13:57:59
 
 
 
 
valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 14.August 2012 19:21:35
kæru fluguvinir

Í dag fórum við í búin og allt í góðu lagi. í Vesturbænum er þó nokkur viðkoma egg , ungviði og lokuð hólf engin drottningarhólf. Í Miðbænum (nýja búinu ) er mikil viðkoma og engin drottningarhólf. Svo er það Austurbærinn, stórabúinu er allt á fullu, ég tók 8 ramma af hunangi þar og setti til þeirra rammana sem ég slengdi úr á laugardaginn, þar voru ekki heldur drottningarhólf, Ég held eftir þessu að ég fái ekkert minna hunang en í fyrra þó það verði bara úr einu búi.
Kveðja af Skeiðum
Valgerður
 
 
 
 
valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 28.July 2012 22:14:51
 Sæl aftur.
Eftir að dtottningin í vesturbænum var dæmd  ófrjó þá var ákveðið að taka hana af lífi og við fengum afleggjara hjá Elínu í Rima. við settum hann ofaná búið með valinni opnu úr Bændablaðinu á milli. Þetta virðist hafa tekist vel .
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 28.July 2012 20:14:26
Kæru vinir
Við skoðun í búin í morgun fekkst staðfesting á að nú eru öll búin með verpandi drottiningar. Gamla vesturbæjarbúið virðist taka vel við sinni drottningu og nýja búið er vel í gangi þó drottningin hafi varið dæmd fötluð en það var ekkert að marka því það var rétt eftir lóðaríið, hún gæti hafa náð sér.
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 19.July 2012 16:31:41
Sælir kæru bývinir.
Við Guðjón fórum í Búin í dag í góðu veðri og gáfum okkur tíma í rólegheitum.
 Austurbæjarbúið er á 5 kössum í fullum gangi en þær eru ekki búnar að loka hunangsrömmunum svo við gátum ekki tekið neitt hunang. Við færðum fullan hunangskassa efstan en settum efsta kassan sem var minna útfylltur sem þriðja kassa.
Mér sýnist þær vera búnar með nær allt fóðrið sem við skyldum eftir hjá þeim frá í fyrra. svo nú er allt hunangið nýtilegt.

Vesturbæjarbúið er með litla drottningu sem við vildum leifa að sanna sig, og gáfum henni viku en hún hefur ekkert verpt, sé ekki annað en að það bú sé að fjara út.

Nýja búið okkar sem missti sína drottningu eftir hingarkomuna fekk lokað drottningarhólf hjá Tómasi það hefur tekist og hún er farin að verpa. húrra.

Svo er það svermurinn hennar Elínar í Rima sem við tókum í fóstur, þar er allt komið á fullt bæði egg og opið ungviði.

Ekki sá eg neina tilburði til að sverma svo við verðum bara róleg
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 08.June 2012 15:16:21
Blessaðir kæru vinir.
Nú fór ég í búin í dag og ég er búin að ákveða að ég hlýt að hafa gert mistök og merkt vitlausan ramma þegar ég færði og gerði drottningarprófið.
mér sýnist við verð að fá nýja drottningu fljótlaga, það eru mörg lokuð drottningarhólf og eitt sem mér sínist þær vera að loka núna.. í hinu búinu var allt í lagi ,egg ungviði og lokuð hólf
 
 
 
 
valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 06.June 2012 13:13:11
Við urðum varar við að vesturbæjarbúið var drottningarlaust. Svvo 27 maí þá gerðum við drottningarpróf þ.e. færðum ramma með ungviði á ýmsu stigi og eggjum yfir í vesturbæinn út austurbænum. Við pössuðum mjög vel að engin fluga væri á rammanum og mertum hann örugglega áður en við settum hann ofaní. Svo á sunnudaginn þegar Vigdís vitjaði um búið voru komin lokuð drottningarhólf á ramman við hliðina og þar voru egg líka og smátt ungviði. Nú er spurningin , hvað hefur gerst? hafa flugurnar búið til dr.hólf og flutt egg milli ramma eða hefur austurbæjardrottningin flutt sig milli búa ???
 
 
 
 
valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 06.June 2012 13:12:08
Við urðum varar við að vesturbæjarbúið var drottningarlaust. Svvo 27 maí þá gerðum við drottningarpróf þ.e. færðum ramma með ungviði á ýmsu stigi og eggjum yfir í vesturbæinn út austurbænum. Við pössuðum mjög vel að engin fluga væri á rammanum og mertum hann örugglega áður en við settum hann ofaní. Svo á sunnudaginn þegar Vigdís vitjaði um búið voru komin lokuð drottningarhólf á ramman við hliðina og þar voru egg líka og smátt ungviði. Nú er spurningin , hvað hefur gerst? hafa flugurnar búið til dr.hólf og flutt egg milli ramma eða hefur austurbæjardrottningin flutt sig milli búa ???
 
 
 
 
sagði þann 28.May 2012 00:50:18
Jæja kæru vinir.
Í dag fórum við í búin okkar og í Austurbænum var mikið fjör ungviði egg og druntar svo við vitum að drottningin er lifandi þó við sæum hana ekki, Fínt og kröftugt bú, við tókum þrjá sykurramma úr búinu til notkunnar í haust.
En Vesturbæjarbúið var ekki eins gott, þar var ekkert ungviði og engin egg . Flugunum hefur fækkað mikið og drottninguna fundum við ekki, þó leituðum við vel. sem sagt drottningarlaust bú. Grunur minn frá 10 maí reyndist því miður réttur. Ég náði í Egil og hann leiðbeindi mér með að gera drottningarpróf, þ.e. færa einn ramma með eggjum og ungviði án flugna úr Austurbænum í Vesturbæinn og vona að þar verði gerð dtottning úr eggjum sem þær fá til ummönnunar.
Við vonum svo bara það besta ,við getum ekkert annað gert.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 10.May 2012 23:21:23
Góða kvöldið kæru vinir.
Í gær var hitinn 11,3 gráður og logn um hádegi svo við ákváðum að gera skoðun á búunum okkar. Austurbæjarbúið sem hefur verið fjörugra var í mjög góðu legi fullt af fóðri eftir og bæði egg og ungviði opið og lokað, þetta bú  er fínt. Svo opnuðum við Vesturbæinn, og þar var líka mikið fóður eftir og heilmikið líf en við sáum engin egg og ekki dtottningu. það fór óneitanlega dálítið um mann en svo fekk ég góð orð frá Agli um að þegar mikið er af flugum og þær sitja vel á römmunum þá eru egg umdir en við vorum ekki að reka þær til og leita undir þar sem mest var. við vonum það besta, svo í morgun sá ég að þær voru að bera inn frjó í það bú líka svo ég tók gleði mína að nokkru aftur. það var ekki fyrr en í gær sem mér fanst þær vera að koma almennilega á kreik í því búi en hinar voru í þvi ferli fyrir 20 dögum, svona geta búin verið ólík.
Vonum bara að hretið sem er yfirvofandi verði ekki langt eða hart.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 30.April 2012 23:20:20
Við fluttum búin úr kvikmyndaverinu í sumarhagana núna í kvöld. við tókum spónakassann ofanaf og í öðru búinu var talsverður raki neðan á lokinu en engin mygla. Í hinu búinu var allt þurrt en við sáum svolitla myglubletti ofaná þremur römmum, þeir voru komnir þegar við settum sagkassana á 29. des.
Það ver ekki mikið af dauðum flugum og engin mygla í botnunum. við bara þvoðum botnana og settum þá aftur undir. Svo gáfum við frjódeig 1/2 kg á hvort bú.
 Austurbærinn sem var 48 kg í haust var núna 30.5 kg, en Vesturbærinn sem var 45 kg í haust var núna 27,5 kg. Nú verðum við bara að vona að blessaðar flugurnar fari ekki að leita á gamla staðinn og drepast í stórum stíl. Ef það verður kalt og kanski væta á morgun ættu þær að finna sig á nýja staðnum. Það er annars merkilegt hvað þessi tvö bú geta verið ólík. Austurbæingar eru alltaf á yði og skríðu ofaná römmunum en Vesturbæingarnir voru bara rólegir og bara súðuðu svolítið.
Kveðja með von um gott sumar
Valgerður
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 20.April 2012 14:12:42
Jæja, Búin að fara í búið og tók spænina uppúr kassanum og smeygði þunnri plötu á milli kassa og fjarlægði spónakassann og setti nýja bleiju , þær voru búnar að éta sig í gegnum hina. setti svo spónakassann á aftur og tók plötuna. ég sá enga myglu eða neitt annað óeðlilegt. Þær voru ekkert hrifnar af þessu brölti en vonandi verður mér fyrirgefið.Ég í raun opnaði ekki búið og sá ekki ofaní nema í gegnum gatið sem þær voru búnar að gera.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 20.April 2012 12:58:16
Leit á búin mín áðan og sá að þær voru að bera inn frjó, bendir það ekki til þess að Drottningin sé byrjuð að verpa?  Hins vegar sá ég að þær voru að bera út spæni svo það hefur komið gat á bleijuna sem ég strengdi á milli kassa. þarf að skoða þetta á eftir.
Kveðja frá Húsatóftum.
Valgerður
 
 
 
 
Valger­ur H˙satˇftum(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 25.February 2012 19:55:46
Sælir Suðaðar.
í dag læddist ég inn í kvikmyndaverið þar sem búin okkar standa í vetur og sá að það er stór hrúga af dauðum flugum  innan við netið sem er fyrir stóra opinu.Ég varð dálítið döpur en þetta er víst eðlilegt , ég lagðist á hnéð og lagði eyrað að búinu sem ég var hrædd um að væri ekki í lagi EN þar heyrðist vera mikið líf inni og ég tók gleði mína á ný. Vonandi verður allti í lagi hjá okkur öllum þegar vorar, það er bara febrúar  svo við verðum að bíða lengi enn þá
Með bjartsýniskveðju af Skeiðum
Valgerður.
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 30.October 2011 18:42:49
Sælt veri blessað fólkið.
Í dag fórum við í að vetra búin okkar.
við fluttum þau inn í kvikmyndaverið( lítið notaðan hænsnasumarbústað)  sem við keyptum til að vetra þær í . Við sáum ekki annað en allt væri í lagi. Vestur búið var hætt að taka sykur fyrir þremur vikum og hafði ég nokkurn ugg að ekki væri allt í lagi þar. eftir að við höfðum sett þær inn fóru þær svolítið að kíkja út og nokkru síðar sáum viðað þær voru að henda út dauðum flugum, ca 20 st eða meira, ekki veit ég á hvað það veitir.
Austur búið var ekki alveg sofnað en er held ég í fínu lagi.
Við vigtuðum búin og voru þau  vestur 45 og austur 48 kg.  Siðan vigtuðum við kassana sem við tókum hunangið úr í haust, botn og lok sem reyndist vera 14 kg þannig að fóður og flugur ættu þá að vera 31 kg í öðru búinu og 34 í hinu.
Nú er höfuðverkurinn hvarnig við göngum frá búunum að ofan, við þurfum rakadrægt efni sem ekki myglar. við þurfum að lesa meira.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 21.September 2011 22:23:50
Blessaðir suðarar.
Eftir hræðslunakastið í fyrradag við að allt hunangið mitt væri skemt setti ég fötuna inn í dæluhúsið hjá hitaveitudælunum sem er s.a.30 gráðu heitt. í morgun svr innihaldið aftur orðið viðráðanlegt og nú er komið hunang í 60 krukkur og annað eins eftir. þarf að nálgast fleirri krukkur.
Sennilega hefur verið heldur kalt í skemmunni þó gólfið sé volgt.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Egill sagði þann 21.September 2011 20:36:12
þetta hefur gerst óvenju hratt hjá ykkur. Best er að elgja hunangið lítillega svo það renni og setja það sem fyrst á krukkur.
 
 
 
 
Fanney Einarsdˇttir(fanney@email.is) sagði þann 21.September 2011 09:46:40
Sæl Valgerður,
Lenti í þessu sama, hrærði í því á föstudagskvöldið, þá hafði það þykknað eitthvað og orðið ljósara. Morguninn eftir þá var það orðið eins og þú segir hnígur ekki, yfirborðið verður ekki slétt í fötunni. Það var svo heitt í síðustu viku að, kannske hefur það bara þornað of mikið. Ég tók þetta barn mitt með í bústaðinn um helgina og gat haft heldur kaldara á því þar, hélt að það hefði þykknað þess vegna. Nú er ég búin að geyma það inni síðan á sunnudagskvöld og það er ennþá þykkt.  Ég hrærði svo rösklega í því smá stund í gær og aftur í morgun, fannst það aðeins linast en sennilega er það nú bara óskhyggja. Ef þetta verður svona þá sýnist mér að það sé best að setja þetta í krukkurnar með rjómasprautu af gamla laginu svo ekki myndist loftbólur í krukkunni. Endilega, reynsluboltar látið okkur heyra frá ykkur.
Fanney
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 20.September 2011 09:58:47
Blessaðir Suðaðar.
Jæja nú er komið að alvörinni.
Ég sá í morgun að það eru læti við búin, sennilega eru flugurnar að reka Druntana á dyr. Þeir eru í hóp fyrir utan og fara mikinn. Ég gerði mér ekki grein fyrir að þeir væru svona margir.
Veit einhver hvort þetta er rétt hjá mér?

Annað sem liggur mér á hjarta er að ég er búin að vera að hræra hunangið og allt í einu þykknaði það mikið.
 það er svo þykkt að það hnígur ekki , þ.e. það sléttist ekki á yfirborðiu í fötunni.
Spurningin er hvað geri ég ?
Get ég velgt það til að koma því í krukkurnar?
Á ég að geima það í fötunni og taka jafn óðum og ég set það á markað?
Mikið veit ég lítið , en það er sennilega eðlilegt.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Egill sagði þann 13.September 2011 21:30:56
þú fórst líklega í búið 5 sept ?
ég tel að úr þessu séu litlar líku á að nokkuð hafi gerst síðan þá -ef þær eru að taka sykurvatn í gríð og erg eru næsta engar líkur á því.
Hannes skoðaði sín bú í dag eftir 2-3 vikna hvíld. Annað búið var drottningalaust og bara með lokuðu ungviði en nokkur opin dr hólf og 1 lokað- líklegast hefur búið svermað og nú þarf að finna ungdrottningu með að sía bf gegnum drottningargrind. Þetta ætlar hann að gera á morgun og setja síðan nýja dr frá mér í búið-ef eh áhugasamir vilja fylgjast með hafið samband við hann. 
 
 
 
 
valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 13.September 2011 17:28:20
Blessaður Egill
Heldur þú að ég ætti að skoða í búin núna? er það óhætt.?
Eg er avo hrædd um að þær svermi ef það verður of þröngt á þeim núna, er það óþarfa ótti? Ég á nóg frjódeig, keypti viðbót en þær eru ekki búnar að éta frjóið heldur setja það í forðabúskap held ég.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
Egill sagði þann 13.September 2011 15:14:00
Flestar drottningar ættu að hafa dregið verulega úr varpi og sumar alveg hættar. Þetta blíðskapaveður gæti þó ruglað eh þeirra og sérlega ef flugurnar eru að koma heim með frjókorn gætu þær byrjað aftur. 1 kg af frjódegi ætti að nægja í flest bú en það er í sjálfu sér ekki verra að gefa þeim meira en gott er að eiga minsta kosti 1 kg til að gefa þeim í vor.
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 13.September 2011 09:53:08
Góðir hálsar.
29. ágúst slengdum við úr búunum og gáfum dálítið frjódeig. síðan setti ég kassana með slengdu römmunum á aftur svo þær gætu hreinsað þá. síðan 4.september tók ég það sem var eftið af hunangsrömmun( sem höfðu ekki verið full skriðnir) og slengdi þá. Síðan 5 sept tókum við kalla 4 og 5 af og gáfum  heilt kíló af  frjódegi á hvort bú og 6 kílá af sykri í 3/2 upplausn á hvort.12. sept leit ég í búin og þá var allt frjódeigið horfið og sykurvatnið líka. ég gaf 10 kg af sykri í hvort bú í sömu hlutföllum.
Hvað geri ég með frjódeigið?
Á ég að gefa meira?

5. sept sá ég egg í öðru búinu en ekki neitt í hinu og ekki ungviði neitt að ráði en ég sá drottninguna.

Með góðri hunangshveðju
Valgeður 
 
 
 
 
Egill sagði þann 30.August 2011 11:31:26
skoðið http://byflugur.is/index.php?site=57 
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 30.August 2011 05:52:44
Góðan dag.
Jæja þá er komið hunang. við erum búin að taka 19 ramma . úr rammanum sem við tókum úr fyrir vilu komu 1.8 kg. við fórum svo með 18 ramma,misfulla, að Elliðahvammi í gær og fengum góða hjálp þar. við komum heim með 20 kg af hunangi, sem er miklu meira en búist var við.
Mikið er þetta gaman

 Hvað nú?
Hvernig meðhöndlum við hunangið?
Hvenær er best að fara að hræra?

Kveðja frá Húsatóftum
Valgerður og fjö
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 21.August 2011 14:26:27
Fórum í búin um hádegi í dag. Mikið flug og aðburður af frjói. Við freistuðumst til að taka einn hunangsramma úr öðru búinu og tvo úr hinu. ég ætla að reyna að láta hunangið síga úr einum ramma en veit ekki hvort það tekst.
Það er mjög ánægjulegt að nágrannarnir eru að koma og fylgjast með, þeir sýna mjög jákvæðan áhuga.
Núna í vikunni keyptum við ,,kvikmyndaver´´ til að nota til að yfirvetra búin, það ætti að vera hægt að halda köldu þar.
Ekki meira um það að sinni.
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 08.August 2011 15:37:37


Ágætu bývinir
Fórum í Búin okkar í dag, allt í góðu lagi, en það vakti athygli mína að aðeins tveir rammar voru eftir áútbyggðir í fjórða kassanum í Verturbænum, bætti þar við kassa og gaf frjódeigþað var allt búin sem ég gaf á fimmtudag þegar ég bjóst við rigningu . í Austurbænum var ekki eins mikið komið fjórir rammar óútbyggðirog ég setti ekki kassa þar en frjódeig.
Svo fórum við í búin hjá Dórotheu eins og ætlað var, hún er fjarri . þar var allt í góðu, við gáfum frjódeig en bættum ekki við kassanum, þótti ekki ástæða til þess, ekki mikið útbyggt í þriðja kassanum.
Kv Valgerður

 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 01.August 2011 12:28:36
Fórum í búin í morgun. veðrið var gott, hiti 15 gráðu hitiskýjað og næstum logn.
 Allt virðist í stakasta lagi , búið að byggja tölvert út í fjórða kassanum og nokkuð af hunangi komið þar í.
Það vakti athigli okkar að við sáum ekki mikið af eggjum sem gæti stafað af veðrinu síðustu daga,rigningu og gola. nokkuð mikið sáum við af ungviði og mikið af lokuðum ungviðahólfum.
Frjódegið var allt búið svo við gáfum 150 gr af frjódagi í hvort bú.
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppseitir.is) sagði þann 20.July 2011 21:32:52
Í dag komu Egill, Svava og Hafsteinn. Við skoðuðum í búin okkar  og allt virðist vera í lagi. Egill merkti Vesturbæjardrottninguna sem var að mestu búin að missa bláa litinn. í búinu þar sem við settum tvo kassa í byrjun virðast flugurnar ekki nota neðsta kassann nema lítið.Á mándaginn þegar við fórum í búin tókum við fóðurkassana og bættum við fjórða kassanum og það var álitið rétt í dag. við gáfum dálítið frjódeig á mánudag og það er langt komið.
Nú eigum við að láta flugurnar um að afla fóðurs ,nema auðvitað hann legðist í rigningartíð.
Nú eru flugurnar farnar að koma með öðruvísi litt frjó inn, veit ekki hvað það er, bæði ljóst og svo alver rauðgult.Mikið finst mér gott að eiga þetta góða fólk að,sem lítur til með okkur.
Takk fyrir komuna. 
 
 
 
 
Torbjorn sagði þann 11.July 2011 23:25:23
 Góðir kollegar
Ég mæli ekki með að þið leitið uppi drottningu einu sinni á viku. Það hljómar eins og búin ykkar séu í góðu standi og þið getið sett 4. kassann einhverntíman seinna. Ekki gott að vera að kryfja ungviðasvæði þeirra of mikið. Flugurnar eyða mikilli orku í að halda réttu hitastigið hjá ungviðinu.
Þorsteinn, eggja-og býflugnabóndi sagði mér um daginn að ef hænueggin verða fyrir kælingu, seinkar klakið og kjúklingarnir verða lélegir. Þetta gildir líka um býflugur!
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 11.July 2011 20:15:44
Blessuð veri þið. Enn er blessuð blíðan. Í dag forum við í búin, í Austurbænum var sykurvatnið  búið ,8 lítrar sem ég setti í upphafi. mikið líf og Frúin hress, við bættum við 3 kassanum. gáfum sykurvatn eftir að hafa þvegið fóðurtrogið.
í Vesturbænum þar sem við settum þriðja kassann síðast var allt mjög gott, þar er svolítið eftir af sykurvatni. Frúin var í besta standi þó hún sé ekki með blátt merki eins og fyrst.
 Við settum hálft kíló af frjódegi í hvort bú. Flugurnar voru rólegar og allt gekk eins og í sögu.
 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 07.July 2011 10:06:52

Góðan dag.
Nú er sól og logn og sól í uppsveitum suðurlands og gott fyrir flugur. á þriðjudaginn þegar ég var að vitja um búin okkar þá fekk ég smá stungu í efri vörina rétt fyrir neðan nefið. Ég setti styft og síðan tók ég inn ofnæmislyf, é fann ekkert fyrir þessu meira fyrr en í morgun þá var efri vörin eins og á naggrís. ég tók inn ofnæmislyf og vona að það dugi þar sem ég finn ekkert fyrir stungunni og er ekki með neinn slátt í þessu.
Ég reyndar lagði til við Pétur lækni hvort þatta væri ekki bara ofnæmi fyrir Golfi sem ég prófaði í fyrsta sinn á laugardag, hann taldi það útilokað.
Ég finn svo til með ykkur sem hafið orðið fyrir skakkaföllum með Drottningatnar, vonandi verður þetta í lagi með tímanum.

 
 
 
 
Valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 05.July 2011 14:50:11
Þriðjudagur.
Góðan dag.
Við fórum í búin í morgun í 21 stiga hita og logni. Í  Austurbænum var mikið um egg og ungviði sjáanlegu og lokuðu í efri kassanum en lítið farið að gera í þeim neðri. Bættum við frjódegi.
 Í Vesturbænum var allt að verða fullt, við sáum mikið af eggjum og ungviði og lokuðu ungviði ekki var sjáanlegt að neitt væri farið að koma úr enda ekki von á því fyrr en á morgun eða hinn.  Það voru bara samtals 5 rammar ónotaðir í því búi svo við bættum við kassa. Við settum nýsmíðaðar krossviðarplötur í alla kassana. Drottningarnar okkar eru greinilega í góðu formi, en við þyrftum að mála Vesturbæjar drottninguna betur. Okkur er farið að hlakka til að sjá innfæddar flugur. Vonandi gengur jafn vel hjá ykkur hinum.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 27.June 2011 23:35:49
Kæru Bývinir.
Dagurinn í dag var alveg sérstaklega ánægjulegur og fræðandi.
 Við fórum í fylgd kennaras ,Egils, til 10 býbænda á suðurlandi og tókum þátt í að skoða í búin hjá þeim. Ástandið var víðast gott en við sáum margt sem mjög vel var gert og fallega, eins sáum við að sumir voru ekki eins heppnir og á einum stað var engin drottning í búinu.
Mikið hefði ég verið svekkt ef þannig hefði verið hjá mér.
Ég held að maður læri meira á svona degi heldur en á margra daga námskeiði inni í sal.
Þegar líða tók á daginn var kominn þreytugalsi í hópinn ,en það var allt innan marka.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
valger­ur(valhus@uppsveitir.is) sagði þann 24.June 2011 11:32:31
Nú er líf og fjör í kringum búin. það er verst hvað maður kann lítið, maður er svo óöruggur og hræddur að gera ekki rétt.
En flugurnar kunna þetta alveg svo maður verður bara að vera rólegur.
Kveðja Valgerður
 
 
 
 
sagði þann 22.June 2011 22:07:23
 
Torbjörn sagði þann 20.June 2011 21:33:27 
 Sæl Valgerður!
Til hamingju með árangurinn! Þegar þú skoðaði í dag ætti þú að hafa geta séð bæði egg og opið ungviði. Margir eiga erfitt með að þekkja eggin fyrst en lirfur eru stærri og liggja eins og hvítar pylsur í hólfin baðaðar í fóðurmjólk. Á morgun áttu að hafa sem markmið nr 1 að finna úngviði. Innsiglað ungviði er ennþá ekki til staðar þar sem það gerist fyrst á 9. degi. Á fimmtudaginn getur þú átt von á að finna innsiglað ungviði. Þar sem flugurnar eru iðnar við sína vinnu og safnar frjó er líklega allt í lagi.  Ef að veður er gott og mikið frjó rennur inn í búið þarftu sennilega ekki að gefa meira deig. Geymdu neopollið á köldum stað. 
 
 
 
 
Egill sagði þann 22.June 2011 21:47:06
 hafa sykurvatn á þangað til tími er kominn á að setja 4 kassan á
 
 
 
Heimsóknir: 
Stjórnun