Býflugur.is
Frß Ëla Ůresti
Ëli Ůr÷stur (grodursall@simnet.is) ritaði þann 17.June 2011 11:19:29
 
Sælir býbændur og til hamingju með nýkomnar býfjölskyldur. Eg komst ekki í móttökuna, en sé á myndum frá Þorsteini að það hefur verið gaman og mikið suðað, glaðst og spjallað. Mig langar til að taka undir þakkir til þeirra sem fóru og sóttu flugurnar, sem og til Egils fyrir mikið og gott starf til að efla og kynna býflugnaræktun á íslandi. Flugurnar mínar voru komnar í Mývatnssveitina 01.30 fimmtánda júní. Það var 0° hiti og ég hafði þær bara inni í herberginu mínu fyrstu nóttina. Þær suðuðu mig ljúflega í svefn. Í öðru búinu var um 2ja cm lag af dauðum flugum á botninum og drottningin dauð. Hitt búið var í góðu lagi. Daginn eftir um hádegi gerði sólarglennu og 10°hita svo ég ákvað að setja flugurnar í búin. Sökum kulda og áframhaldi á kuldaspá setti ég þær í einn kassa. Gaf frjódeig og sykurvatn í fóðurtrog. Bað þeim síðan blessunar og fór með stutta bæn. Daginn eftir var aftur um 10° hiti um hádegi og ég ákvað að skoða varfærið  ástandið. Það var mikið kraðak í fóðurtroginu sem og á 3-4 römmum. Þar var hafin bygging á hólfum. Þær höfðu líka tekið vel til matar síns á frjóinu. Ég hafði í panik, spenningi og taugaveiklun gleymt að opna drottningarboxið hjá lifandi drottningunni, gerði það gekk frá og lokaði. Í hinu búinu var sami gangur í fóðurtrogi og við að byggja ramma. Ég opnaði drottningarboxið og staðfestist grunur minn um dauða drottningar. Hafði samband við Egil og var að koma frá að setja nýja drottningu í búið. Það spáir köldu áfram en búin eru í skjólgóðu skógarrjóðri og ég er viss um að þær plumma sig. Hitinn í búinu í morgun var 32° og ég ætla ekki að trufla þær neitt næstu vikuna annað en að hlusta eftir suði og skoða í fóðurtrogið. Ef einhver er með góð ráð eða ábendingar eru þær vel þegnar. Síminn er 894-3433 eða setja glósu á síðuna.
Kveðja úr fjallasalnum. Gangi okkur vel í framtíðinni. óli þ.
 
 
ˇli ■r÷stur(oli@sagatravel.is) sagði þann 14.August 2012 21:04:00
Ég leit í búin mín í gærkveldi. Þar var allt í stakasta lagi og jafnvægi. Gamla drottningin er held ég heldur betri í varpinu núna en fyrr í sumar. Þar var kassi nr 3 nær sléttfullur af hunangi og helmingurin nærri frágengin og innsiglaður. Ég tók 3 ramma fullinnsiglaða.
Í nýja búinu var heldur dugminni gangur en allt á réttri leið í kassa 3, þær þurfa að byggja út alla rammana en drottningin virðist hafa valið að hafa varpsvæðið á römmunum í fæðingadeildinni ca 1/3 af rammanum og hunang og frjó 2/3, Hún hlítur að hafa sínar ástæður fyrir þessu. Það er mikið af frjói í römmunum og þetta lítur vel út fyrir vetrunina.
Væntanlega næ ég að uppskera milli 20 og 30 kíló í ágúst og það er meira en ég þorði að vona. Átti raunar ekki von á uppskeru. Veðrið hefur auðvitað verið afskaplega gott með 20 -24° hita dag eftir dag. Ég sé mikin mun á flæðinu í búin eftir hitastigi. Ef hitin er undir 20° safna þær nokkuð jafnt af frjói og nektar. Hinsvegar því hærra sem hitin er því minna kemur af frjói og nær ekkert við hita kringum 25°, Þetta er líklega mjög eðlilegt þar sem nektarflæðið hjá plöntunum eykst við hækkandi hita. Eða er það ekki rétt hjá mér?
En ég er sæll og glaður með þetta allt. Kv. úr fjallasalnum.
 
 
 
 
ˇli ■r÷stur(grodursall@simnet.is) sagði þann 09.June 2012 17:41:21
Sæll Egill.
Búin standa núna á tveimur kössum. Efri kassin er sá sem þær vetruðu á og þann neðri setti ég við snögga skoðun 23. maí í 15° hita. 'I honum eru byggðir og óbyggðir rammar. Það var snjór og kalt til 23. maí. Ég setti frjó til þeirra í þurran fóðurkassa í byrjun maí. Átti ekki deig, en keypti lífrænt frjó í kyrni sem þær tóku vel í og svo lét ég bíðirekkla blómstra inni hjá mér og setti þá í kassan líka. Þær tóku líka vel í það. Ég sá bláa drottningu við skoðunina og 3 ramma með mikið af eggjum lirfum og soltið af lokuðu ungviði. Nóg var af sykurfóðri frá því í haust í kassanum. 3 rammar. Ég setti sykurvatn til þeirra þennan dag 23. maí. Næstu daga var hlýviðri og túnfífill fór að blómstra í miklum mæli. Þær litu ekki á sykurinn en báru mikið af gulu frjói og öðrum byrgðum í búið (ca 50% frjó og 50% annað) fram að kuldakasti 4-7 júní. Í dag bera þær inn appelsínugult frjó, sennilega af sortulyngi sem blómstrar á fullu.
Eg tók sykurinn af þeim um mánaðarmótin þar sem þær snertu það ekki. (ég var bara ánægður með það og finnst það benda til að nóg nektar hafi komið frá fíflunum. )
Ef ég reyni að lesa stöðuna miðað við skoðun 23. maí með soltlu af lokuðu ungviði, þá ætti varp að hafa hafist ca 9. maí og á fullu um 20. maí. Þær ættu að klekjast í einhverju magni uppúr 12. júní og vetrarflugur sennilega dauðar þá. Búið fer ekki að taka vaxtakipp fyrr en um miðjan júní, eða kvað?
Eg sé enga drunta úti ennþá og ætla ekki að skoða í búið fyrr en eftir miðjan mánuðin. Horfi bara á lífið fyrir utan og lesa hvernig þær hafa það. Það lítur vel út, eðlileg starfsemi, frjó og aðdrættir og þær eru rólegar.
Hvernig lítur út með þetta bú ef ég hugsa mér að taka afleggjara af því og fá frjóa drottningu um 20. júní. Hvað segið þið reynsluboltar um það.
Kveðjur héðan úr fjallasalnum. óliþ

 
 
 
 
Egill sagði þann 08.June 2012 21:53:33
seint svarað- hvernig er ástandið núna í búinu og hvernig býrðu um það núna 
 
 
 
 
ˇli ■r÷stur(grodursall@simnet.is) sagði þann 11.May 2012 15:13:09
Sælir býflugnabændur. Í dag er 14° hiti hér í fjallasalnum og ég ákvað að gera stutta skoðun að hætti Torbjörns í búið sem er lifandi. Flugurnar sitja á 5-6 römmum. ég lifti aðeins undir rammana og fletti í gegnum þá. Það er ennþá innsiglað hunang í 6 römmum og þær sitja mjög þétt á 3mur römmum. Líklega er þar fæðingadeildin. Í neðri kassanum var nær ekkert fóður og migla út við hliðarnar í mjög smáum stíl. Ég tók þann kassa undan og nú eru þær á einum kassa. Þær eru að bera inn frjó í stórum stíl miðað við árstíma. Grávíðirinn er í blóma og stöku fíflar skjóta upp kollinum í skjóli mót suðri. Ég hef undanfarið klippt víðigreinar og sett í fötu með vatni inni hjá mér. Tínt svo af blómrekklana í fullum blóma og sett til þeirra í fóðurkassa ofan á búinu. Hef 3ja cm op upp í kassan og 6 cm op neðst á búinu. Það er svo opið niður úr búinu og 2ja cm op á fóðurkassanum. Flugurnar háma í sig frjóið af þessum rekklum og líkar vel. Nú er kuldakast framundan og ég ætla að bíða með að fara að gefa sykurvatn fram að ca 20 maí. Tel best að lofa þeim að taka það rólega fram að því að hér fari að verða öruggara sumarveður. Við erum alveg 3 vikum á eftir Rvk svæðinu hér hvað varðar gróður og sumarveður.
Ég vona svo að ég fái úthlutað nýrri býfjölskyldu og nái 2mur búum í vetrun í haust.
Spurningar:
Mig langar til að vita hvort bú á 6 römmum sé nógu sterkt til að taka afleggjara og hvort ég ´ætti þá að panta eina drottningu fyrir það.
Önnur spurning er um ramma með meiglu. Er hægt að sótthreinsa þá með edikupplausn eða þarf að taka vaxið af, leggja svo ramman í sjóðandi vatn til að hreinsa þá eða er önnur aðferð möguleg.
Gleðilegt býflugnasumar öll og gangi okkur vel ræktunin.
kv. óli þ
 
 
 
 
ˇli ■r÷(grodursall@simnet.is) sagði þann 29.March 2012 16:23:53
Nú þarf ég smá lexíu og föðurlegar ráðleggingar kæru vinir. Hér er 13°hiti og logn og ég leit á búin mín. Í öðru búinu var mikið suð innandyra og flugur komu og fóru í hreinsunarflugi. Ég sá á stórum vatnsbrúsa sem var fyrir framan búin að þar hafði verið skitið.Ég hreifði ekki við því búi.  Vandræðabúið mitt frá því í sumar og haust var lífvana og ekkert hljóð innandyra. Ég bankaði nett að dyrum, en ekkert svar. Þetta fanst mér ekki vita á gott og af því verður var gott ákvað ég að opna búið og athuga hverju sætti. Það voru fáar flugur í smá hnapp í efsta kassanum. Allt of fáar að mínu mati til að geta haft það af fram á vor. Ég lifti þessum kassa ofan á hitt búið og setti lokið yfir. Þá blasti við sorgleg sjón fannst mér.Í kassa tvö var mikið lag af vaxleifum og dauðum flugum. Ég ákvað að fara í gegnum búið og hreinsa það. Það virðist sem þær hafi ekki haft tíma í haust til að klára að ganga frá og loka hunanginu í þessum kassa. Mikið af opnum hunangshólfum og raki á römmunum. Í neðsta kassanum var sömu sögu að seigja og mygla út við veggina. Þetta bú náði að koma upp drottningu um 20 ágúst eftir margar árangurslausar tilraunir. Hún verpti vel í sept, en væntanlega náðu flugurnar ekki að ganga nógu vel frá hunanginu og innsigla fyrir veturinn. Búið var vetrað á 3 hæðum, tommu steinull sett utaná (sem er vitleysa held ég eftir lestur í vetur). á efsta kassa var sett lok úr krossvið með 8 cm gati í miðju og ca 7 mm. bili upp í lokið. 8 cm op var á framendanum til loftunar og sem flugop. Ég sá ekki merki um raka á krossviðsplötunni inn í búið né á efri plötunni.
Nú langar mig að heyra frá læriföðurnum og reynsluboltum hvaða lexíu má draga af þessu.
Myndir af þessu búi eru á feisbúkksíðunni. 
Ég tók neðsta kassan burt, hreinsaði botnin og setti eftirlifandi flugur ofaná. Það má  altaf vona að himnafaðirinn bænheyri mig með kraftaverki.
Kveðja úr fjallasalnum. 
 
 
 
 
(grodursall@simnet.is) sagði þann 07.January 2012 13:56:30
gleðilegt ár suðarar. Ég klofaði snjóinn upp í höku og á stundum rúmlega það í gær til að líta á býflugur mínar. Vildi líta á aðstæður og þar sem það var gott veður freista þess að opna annað búið og taka plast sem var efst ofan á römmunum. Búin rétt stóðu upp úr snjónum og 50 cm snjór á þökunum. Sem er bara gott og heldur jöfnum veðurskilyrðum í og umhverfis búin. Ég opnaði og fjarlægði plastið. Þessar elskur voru uppi í nv. horninu og á smá hreifingu það sem ég sá. Lokaði með hraði og gekk frá. Plastið var þurrt og mér leið vel eftirá að vita af lífi í búinu og vona að þær komist vel undan vetri og mikið óskaplega hlakka ég til að fara að vinna með þær næsta sumar. Ég vona að við upplifum góða vetrun og mér sýnist að ekkert lát sé á áhugasömu fólki sem vill byrja á ræktun býflugna. Það er gleðilegt.  Verið velkomin í hópin og vegni ykkur vel. Kv frá fjallasalnum. Óli Þröstur
 
 
 
 
grodursall@simnet.is sagði þann 19.September 2011 19:13:12
Stuttar fréttir úr haustfegurð og veðurblíðu Mývatnssveitar: Gamla góða drottningin mín er hætt að verpa. Hún hætti reyndar uppúr 20. ágúst, en þegar veður batnaði aftur hóf hún varp að nýju og verpti í 2 ramma. Það er mikið af druntum í þessu búi ennþá.???
Nýja drottningin mín er í bullandi varpi og búin að fylla 3 ramma. Það er frábært finnst mér þar sem það vantaði vetrarflugur í það bú. Hitin í varpsvæðinu er 34° eins og á að vera við framleiðslu vetrarflugna. Þessar flugur ættu að vera klaktar út 10. okt þær síðustu.
Hvernig er það reynsluboltar. Ef nú kólnar verulega á næstunni og þær fara í vetrarhnapp, ná þær að halda hita á þessu ungviði? Ég er búin að vefja búið inn í steinull til að hjálpa þeim að halda hita í búinu. Það getur verið mikið hitafall hérna á hásléttunni ef það er léttskýjað og frystir á næturnar. Hefur einhver reynslu af varpi svona seint?
Ég er búin að gefa sykurvatn og frjódeig síðan 18. ágúst. Þær eru komnar með 20 kílóin, en ég ætla að fóðra þær á meðan þær taka við. Það er enn pláss. Ég ætla að vetra á 3 kössum og hafa þær úti. Setja tommu þéttull utanum kassana og sökkuldúk þar utaná sem vindvörn. Í kassa 1 hef ég 6 ramma í miðju og fylli til hliðana með frauðplasti -styrofon- og hef ca 5 mm. bil út að vegg svo að loft geti leikið upp og niður hliðarnar frjálst. Líka ef raki sest á veggina að hann komist niður úr búinu. Efst set ég krossviðsplötu með 8 cm gati, þá tommusteinull og samskonar krossviðsplötu ofan á. Á jaðrana set ég þunna lista og hef ca 10 cm. op að framan svo flugur geti farið þarna upp og út ef þær þurfa. Þetta er líka hugsað sem loftun og flugop ef snjór lokar opi að neðan. Neðra opið verður minnkað í ca 10 cm. Búin standa á vörubrettum og ég er með plötu undir þeim. Búið er með netbotn. Hér er spurning hvort ég eigi að taka plötuna undan eða láta hana vera undir í vetur. Hvað segja menn um þennan frágang??? Ég reikna með að búin fari undir snjó í einhverjum tilfellum. Skógurinn veitir skjól fyrir vindum en dregur jafnframt í sig snjó.
Þetta var nú "stutta" fréttin. Kveðjur til ykkar býbændur. Endilega látið heyra í ykkur ef ykkur líst ekki á eitthvað í sambandi við vetrunina hjá mér.

 
 
 
 
Egill sagði þann 12.August 2011 13:25:22
 frábær þessi athugun hjá þér á lit frjókorna nota þetta á heimasíðuna en best væri að fá myndir.

varðandi drottningarlausa búið skaltu bíða og halda áfram að fylgjast með hvort ný drott byrji ekki að verpa -þú getur saneinað seinna ef þarf
 
 
 
 
grodursall@simnet.is sagði þann 12.August 2011 10:59:45
Ég leit í bláa betribúið mitt í gær. Það er enn á 3mur hæðum og búið að styrkja græna drottningarlausa búið um 6 ungviðaramma. Það er bullandi varp og hunangs og frjósöfnun.

Í neðsta kassanum voru 2 rammar með ungviði á lokastigi + klakið. 1 frjórammi 3 óútbyggðir og 4 útbyggðir og byrjað að safna hunangi í þá. Á hinum hæðunum voru 6 hunangsrammar + frjó og 5 ungv. á öllum stigum. + 5 hálfútbyggðir.

Logn var og mikill hiti og ég var ekkert að hreifa við hinu búinu. Get fátt gert þar að svo stöddu nema fara með bænir og dansa frjósemisdans...held ég. Er rendar frekar ráðalaus með það.  Á ég að halda áfram með það svona, nýklakin drottning, fáar flugur og vonandi gott og hlýtt haust, eða á ég að sameina búin og fá þannig eitt sterkt. Ég hallast að fyrri hugmyndinni, tel ekki alla von úti og haustin hér eru oft góð og hlý. Og ég bind vonir við beitilyngið. Hitt væri kannski skinsamlegra til að fá mikið af hunangi, en mig langar að taka áhættuna,...skítt með hunangið. Tvö reynslubú næsta sumar eru líka kostur til lengri tíma litið.

 Það var mikið komið með frjó í bæði búin. 3 litir og nú ákvað ég að ganga um beitarlendurnar og athuga hvort ég sæi flugur að störfum og gæti þar að auki séð hvaða litir tilheyrðu hvaða blómategund. Ég er afar forvitin um þetta.

Ég bar fyrst niður í rjóðri sem var þakið af skarifíflum og töluvert af hálfblómstruðum hvítsmára. Og viti menn, þar voru þessar elskur í smáranum. Frjóið er dökkmóldarbrúnt, sami litur og í botni smárablómsins. Eftir mikla leit fann ég eina fllugu á fíflablómi og sú var með appelsínugult frjó.

Næst fór ég á sandlendi með miklu af blóðbergi og leitaði lengi. Fann loks eina á blóðbergsþúfu. ´Sú var ekki með sýnilegt frjó, en ég taldi mig sjá smáræði á annari löppinni. Setti upp gleraugun og hóf veiðar, greip um vængin, var samstundis stungin og varð þar með af bráðini. Gott á mig fyrir þetta óþarfa fikt.

Leiðin lá um svæði þakið hundasúrum. Þar var mikið suð og drekkhlaðnar flugur með frjókorn. Möndlugult -afhýddar-.

Ég leit svo á svæði með miklu af hvítsmára og þar var mikið um að vera. Þær virðast taka smáran fram yfir flest annað í hunangsöflun. Önnur blóm í miklu mæli eru Skarifífill, blóðberg og skriðsóley. Hundasúran er greinilega gjöful á frjó.

En þær komu líka með sítrónugult frjó í búin og mér tókst ekki að finna uppsprettuna af því.

Nú bíð ég og flugurnar eftir að beitilyngið byrji blómgun. Ég sé ekki mikil merki þess ennþá, en allur framgangur náttúrunnar er á skjön þetta sumarið vegna kulda. T.d. er laufið á birkinu smátt og kirkingslegt. Meðalsólahringshiti er lágur, en það hlýnar vel yfir daginn í þetta 3-5 klst.

Nú væri gaman að vita hvort einhverjir eru farnir að uppskera hunang
kv. frá fjallasalnum í norðri.
 
 
 
 
(grodursall@simnet.is) sagði þann 04.August 2011 22:03:16
jæja, nú er nokkuð liðið á sumar hinna þriggja drottninga hjá mér. 3ja drottningin klakin í lærdómsbúinu mikla og ég vona að hún hafi nýtt síðustu daga til mökunarflugs.

Ég tók 2 ramma með ungviði á öllum stigum úr bláa búinu og setti yrir í þetta langtíma drottningarlausa bú. Það hefur verið drottningarlaust síðan 26. júní og alveg merkilegt hvað þær hafa verið rólegar. Ég er þá búin að styrkja þetta bú með 4 römmum. 2 hæðir eru fullútbyggðar og hunang í öllum römmum nema 2. Ég bætti því hæð ofaná með þessum 2mur nýju ungviðarömmum, einum nýjum druntaramma og 2mur óbyggðum römmum. til sitt hvorrar hliðar. Þar sem flugurnar í búinu eru svo fáar ætla ég að fylla restina af  hæðina með frauðplasti í bili þannig að þær eigi auðveldara með að halda hita. Það eru s.s. 5 rammar í nýju hæðini.
Hitt búið er feikisterkt. Drottningin verpir í rúmlega 2/3 af römmunum og svo er hunang utanmeð, en ekkert af frjói. Þær eru samt að bera inn frjó á fullu í 4 litum. Sennilega fer allt beint í ungviðið.

Það hefur verið mikið af blómum í gangi. Blóðberg, hvítsmári, skarifífill, skriðsóley og blágresi er í mestum fjölda. Hiti og veðurfar hefur verið mjög gott og sennilega hefur ekki fallið niður flug hjá þeim nema í 3 eða 4 daga síðustu 3 vikur.
Ég tók sykurtrogin frá fyrir viku og gef ekkert frjódeig lengur.

Ég sé ekki ástæðu til annars en bjartsýni ef veðrið heldur áfram að vera svona gott. Beitilyngið fer að blómstra fljótlega og það er nóg af því á svæðinu.

Hvernig gengur annars hjá ykkur. Það væri gaman að heyra fréttir.

Bestu kveðjur Óli Þ

e.s. Veit einhver um netsíðu þar sem hægt er að skoða liti á fjóinu og gera sér í hugarlund hvaða litur tilheyrir hvaða glómtegund. Þær bera mest inn af appelsínugulu, moldarbrúnu, krembleiku og gulu frjói.

 
 
 
 
Fanney Einarsdˇttir(fanney@emax.is) sagði þann 25.July 2011 10:11:47
Óli,
Þegar ég fékk mínar flugur í sumar þá bara sturtaði ég þeim í býkúpuna, setti fóðurtrogið yfir og sykurvatn í það og síðan lokið og u.þ.b.1/2 kg af fóðurdeigi, svo var bara að setjast á hendurnar á sér og bíða í viku þangað til ég kíkti í búið, þar virtist allt vera í góðu lagi og hefur verið síðan. Mín reynsla er því lítil miðað við það sem þið norðlendingar hafið þurft að fást við í sumar. Vonandi fer að rætast úr veðrinu og um leið búskapnum hjá ykkur.
Baráttukveðjur héðan af Vesturlandinu (Mýrunum)
Hlakka til að hitta ykkur á uppskeruhátíðinni í ágúst.
Fanney
 
 
 
 
(grodursall@simnet.is) sagði þann 24.July 2011 11:41:31
þetta fór á vitlausan stað í upphafi.

Sælir býflugnabændur. Fréttir frá Mývatnssveit eru þær helstar að fram að  þessu hefur gengið á ýmsu og veðurfar og þal. blómgun á skjön við venjulegt árferði. Ég fagna þessu að flestu leiti. Þetta er mjög lærdómsríkt og ef tekst að koma báðum búunum gegnum sumarið og ég tali nú ekki um veturinn, þá gefur það lærdómsríka vísbendingu um hvernig býflugnaræktin getur gengið í versta árferði og jafnframt hvers má þá vænta í venjulegu eða mjög góðu árferði.
Ég skoðaði búin mín 18. júlí.
Bláa búið :
Er sterkt, það er á 3 hæðum síðan 12. júlí. Ystu rammar í neðsta kassa eru ekki útbyggðir ennþá. Mjög gott varp og egg, lirfur og lokað ungviði á 7 römmum. Þessir rammar eru vel nýttir í varpið, ca 3/4 ungviði og 1/4 hunang og frjó. Lítið byggt af druntahólfum og ekkert verpt í þau ennþá. Ekki er mikið af frjói í hólfum en mikið af hunangi og soltið farið að loka hunangshólfum. Dágott bú finnst mér.
Græna búið:
Var með uþb 18 lokuðum neiðardrottningarhólf þegar við Egill skoðuðum það 5. júlí. Nú voru þessi hólf öll rifin niður, Drottning gæti hafa klakist 12. til 14. júlí. Þegar ég skoða veðurfar á veðurstöðinni í sveitinni á vef veðurstofunnar dagana frá kllaki drottningar sést að það eru miklar hitasveiflur. Kalt á nóttunni að morgni og síðdegis. 2-6°.  Um miðjan dag fer hitinn up í 10 - 16° í 2-4 klst. Mælingar mínar hjá búunum sýna hærri hita yfir daginn og í lengri tíma 3-6 klst. Skjóláhrif skógarinns er ótvírætt. Þarna hefðu átt að vera nokkrir dagar til mökunarflugs, en ég veit ekki hvernig drottningarnar lesa í svona hitasveiflur.
Allavegana, þá leiddi skoðun í búið 18. júlí í ljós að ég sá einga drottningu, engin egg og auðvitað hefur ekki fjölgað í búinu, Það er búið að vera drottningalaust síðan einhverntíman kringum 24. júní get ég trúað.
Ég ákvað að gera drottningarpróf og tók ramma úr bláa búinu með ungviði á öllum stigum og setti í þetta lærdómsríka bú. Laumaðist til að kíkja á þennan eina ramma í gær og það voru 4 drottningarhólf komin í gang, þ.a. eitt lokað. Ég setti líka annan ungviðaramma úr bláa búinu yrir í þetta til að stirkja það. Mikið er ég feginn að hafa tekið tvö bú í upphafi þannig að nú hef ég möguleika á að nota sterkara búið til að hjálpa hinu.
Ég hringdi í Egil til ráðlegginga og skrafs. Hann hafði nýlesið að drottningar gætu tekið mánuð til að parast og hefja varp ef tíð væri óhagstæð. Ráðlagði að taka jafnvel 2 ramma úr sterka búinu og setja í veikara búið til að styrkja fjöldan og viðgang búsinns.
Svona er staðan hjá mér núna. Það eru fjölmargar spurningar og mig vantar álit frá sem flestum um hvað sé best að gera. Ágúst og fyrripartur af september eru oftast bestu mánuðirnir hérna með háum hita og hægviðri. Blómgun núna er mest hjá skriðsóley, ljósbera, hvítsmára, blóðbergi og blágresi. Vallhumall, holtasóley og geldingarhnappur eru að koma sterk inn. Um miðjan ágúst er heilmikið land með beitilyngi til ráðstöfunar. Ég sá í gær að þær komu með 4 mismunandi liti af frjói, appelsínurautt, appelsínugult, drapplitað og hnetubrúnt -sýnist mér-
Fyrsta plan mitt er eftirfarandi:
Halda áfram frjógjöf og sykurfóðrun eins og þarf.
Nota sterka búið til að styrkja hitt- sem kemur ekki með eigin ungviði fyrr en í lok ágúst  eða í brjun sept ef allt lukkast með nýja drottningu- væntanlega vetrarflugur???
Hugsa ekkert um hunangsuppskeru þetta sinnið
Fá ráðleggingar og fróðleik frá ykkur og lesa og lesa og læra hugsa og vanda til vetrarundirbúnings. Taka þar til fyrirmyndar aðgerðir Vernharðar í fyrrahaust við vetrarundirbúning.
Lærdómurinn stóri er þessi: 
PASSA DROTTNINGUNA SÍNA VEL OG VANDLEGA. það getur tekið allt sumarið að koma upp nýrri og þar að auki þarf jafnvel að hálflama annað bú til að halda drottningarlausa búinu gangandi.

Vonast til að heyra frá ykkur, kv. óli þrö
 
 
 
 
sagði þann 11.July 2011 23:03:14
já, já, semsagt Ólafur Örn Pétursson í Seiðisfirði átti þetta að vera
 
 
 
 
(grodursall@simnet.is) sagði þann 11.July 2011 22:57:55
Hér er glaðasólskyn og 15-20° hiti dag eftir dag. Mikið að gera við aðdrætti í báðum búum, Kíkti í annað búana í dag. Það með drottningunni. 7 rammar með ungviði á öllum stigum, 4 í neðri og 3 í efri . Ystu rammar í hliðum á báðum hæðum eru óútbyggðir ennþá. Ekki er mikið af hólfum með frjói. Samt hafa þær borið frjóið inn ríkulega síðustu daga. Líklega eru fyrstu Mývetnsku flugurnar komnar á kreik. 24 dagar frá því drottningin kom og 26 dagar frá því flugurnar fluttu inn. Ég átti ekki von á að búið væri svona sterkt og hafði ekki með mér 3ju hæðina. Skelli henni ofan á á morgun. Ég var næstum búin að fara með drottninguna með mér heim en rankaði við mér þegar ég var að spenna á mig bílbeltið og rölti með hana í höllina aftur. Læt þær hafa frjódeig áfram og sykurvatnið. Mig klæjar í fingurna að kýkja í búið með drottningarneiðarhólfunum. Þar er áberandi minna komið með frjó í búið sé ég. Drottningin þar gæti verið klakin og veðurspáin framundan er áframhaldandi 15-20° fram á laugardag. Það ætti að viðra vel til mökunarflugs. Bláberjalyngið er í blóma í skóginum og hrútaberin að fara að blómstra sem og blágresi og ljósberi. Nokkur rjóður eru heiðgul af skriðsóley. Þetta lítur vel út finnst mér og ég er bjartsýnn.
Það er gaman og gagnlegt að lesa skrif býbænda hér á síðunni. Takk fyrir það og gangi okkur vel. Hunangskveðjur frá norðausturumdæmi býflugnabænda.
P.s. Smá rugglingur hjá formanninum. Ég bý í Mývatnssveit en Pétur á Skálavík  í Seiðisfirði.
 
 
 
 
(grodursall@simnet.is) sagði þann 06.July 2011 21:57:34
Á föstudaginn 1. júlí kom sumarið loksins á n.au landið. Það hefur ekki verið svona kaldur júní síðan 1953 segja veðurfræðingar. Ég er þakklátur fyrir skjólið í trjálundinum og búin bera sig vel. Það var notalegt að sjá þær bera frjókorn heim. Einu blómin sem eitthvað er af núna er túnfífill. Ég leit í minna búið -á einum kassa- og allt var í lagi, ungviði í 3mur römmum, ekkert lokað, ekkert frjó og sykurhunang í römmum. Ákvað að skoða ekki í hitt búið, þar sem von væri á meistara Agli eftir 3 daga og taldi eftir nokkra umhugsun að það hefði verið hið mesta bráðræði að trufla búið svona loksins þegar það var flugfært.
Á mánud. fór ég og skoðaði búin hjá Kalla á Hóli og Helga í Hallanda með Agli. Það var afar fróðlegt. Egill kom svo á Þriðjud til mín og við skoðuðum í búin.  Í minna búinu var ungviði í 6 römmum og lokað í 3 að hluta, Drottningin var endurmerkt -blá- og bætt við kassa. 2 rammar með ungviði flutt í nýja kassan. + druntarammi..Gáfum 1kg af frjói til öryggis og svo þarf að bæta við skurlögun líka. Þetta bú er bara efnilegt.
Þegar við opnuðum hitt búið -síðasta skoðun í það 26. júní- blasti við einkennileg sjón. 14 drottningarhólf á víð og dreif á einum ramma og 4 eða 5 á næsta við hliðina. Öll lokuð. Nú var gott fyrir mig að það var læknir á staðnum. ...sem róaði mig og fræddi. Líklega hafði ég gengið frá drottningunni í síðustu skoðun, búið brást við með mörgum neiðardr.hólfum og ekki annað að gera en að láta búið í friði í 3 vikur. Skoða þá hvort ný dr. væri tekin við og farin að verpa. Við gáfum lítilræði af frjói og lokuðum. Þetta var nú lærdómsríkt.
Egill sagði ennfremur að þegar búið væri komið af stað aftur mætti lauma einum ramma á viku frá hinu búinu með ungviði í þetta bú. En aðeins ef sterkara búið væri aflögufært.
Í dag var yfir 20°hiti og mikið að gera í aðdráttum í báðum búum. Spáin er góð og nú fjölgar í blómaflórunni svo ég er bjartsýnn. Ég ætla að setja inn myndir af römmunum með dr.hólfunum á feisbókarsíðuna svo þið getið séð dýrðina.
Takk Egill fyrir fróðleikinn. Maður lærir mjög mikið á að skoða svona í búin með reyndum manni.
 
 
 
 
Egill sagði þann 02.July 2011 19:09:43
byrja á Dalvík ca 11 fer síðan á hóla til Karls ef hann samþykkir og síðan til Helga eftir 16- hann er að vinna. reikna með að vera hjá þér á þriðjudaginn og svo á Seyðisfirði á miðvikud. 
 
 
 
 
(grodursall@simnet.is) sagði þann 02.July 2011 09:34:00
Sæll Egill, hvernig er dagskráin hjá þér á mánudaginn. Þú ætlar að vera hér á norðurlandi og væntanlega að byrja í Eyjafirði. Mig langar að koma með í skoðun búana þar og vantar að vita um ferðaáætlunina. Kv. óli þ
 
 
 
 
Egill sagði þann 22.June 2011 22:16:14
ekki setja dagblað á milli þá komast þær ekki í fóðurtrogið
setja druntaramma í kassa nr 2 og 3

setja nýjan kassa á þegar 7 rammar útbyggðir og fullir af ungviði og fóðri líklega betra að flytja upp 2 ramma af ungviði (flytir byggingu á efrikassanum) ýta saman römmum með ungviði í neðrikassanum-ekki kljúfa ungviðið nema til að hindra sverm 
 
 
 
 
sagði þann 22.June 2011 22:09:45
 
(grodursall@simnet.is) sagði þann 22.June 2011 12:47:05 
Sælir býbændur. Ég ætla að líta í búin mín í dag. Var að velta fyrir mér hvernig maður stækkar búið eins og fleiri. Það væri gott að fá smá upprifjun á ´því. Þarf að flytja útbyggða ramma með ungviði upp í nýju hæðina, Var ekki einn tómur druntarammi í miðjuna á hæð 2,3,4, Ætti maður að setja n´ja hæð setja bændablaðið á milli -gatað- til að þær haldi betur hita og geti sjálfar ráðið hvenær þær stækka. 
kv. óli þröstur
 
 
 
Heimsóknir: 
Stjórnun