Býflugur.is
Gangurinn hjß Agli ß Gar­i
Egill ritaði þann 22.April 2009 13:08:24
 
Hér verða uppl um hvað er að gerast hjá mér
 
 
Egill sagði þann 21.August 2013 23:01:36
 Mörg er búmanns raunin.

Drottningaræktunin sem byrjaði með glæsibrag endaði með ósköpum. Af 14 drottningahólfum sem ég fékk fram voru 13 sett í smábú, 1 dr hólf fór til eins býræktand í drottningalaust bú hans. Af þessum hurfu 5 drottningar  (af óskýrðum ástæðum) eftir að hafa sannarlega klakist, 5 náðu ekki að eðlast, 1 byrjaði varp ófrjórra eggja (kryppuungviði) –fargaði henni og 1 var fargað vegna sameiningar við smábú með frjórri drottningu. Einn byrjandi fékk drottningu eftir að fram hafði farið hljóðlát drotningaskipti í búi hans en ungdrottningin ekki byrjað varp 3 vikum seinna. Ofaná allt hætti kynbótadrottningin mín (2 ára) að verpa frjóum eggjum (líklegast léleg eðlun í upphafi) svo ég fargaði henni og lét til verpandi drottningu. Þetta er verulega dapurt og hef ég ekki haft geð í mér að tjá mig um fyrr.

 

Þannig að hjá mér komu fram 3 frjóar drottningar, 5  ófrjóar og 5 töpuðust. Ekkert því til skiptana eftir skelfilegasta sumar í býrækt á Íslandi í manna minnum hvað varðar veður og drottningarækt.

Er þó búinn að fá um 30 kg af hunangi frá 6 búum, get vonandi tekið eh meir ef veður heldur ekki áfram með rigningu.

 

 
 
 
 
gislivig(gislivig@lsh.is) sagði þann 05.August 2012 21:16:24
Hér koma fréttir af Hekluflugum.

Hekluflugur hafa það  gott.  Tvö bú að starfi. Annað afleggjari frá Álandseyjum nú í sumar með ágætri drottningu og ungviði á mörgum römmum. Hitt búið er samsett úr tveimur drottningarlausum  búum sem lifðu veturinn af og litlu búi með drottningu . Sameining tókst að því er virðist vel og talsvert af ungviði á mörgum römmum.
Tók smá hunang til heimabrúks nú í vikunni og reyndist það vera smárahunang en heklubóndi sáði til hvít- og rauðsmára fyrir 2 árum og er mikið flug í þennan akur. Vona þó að þær fari að sækja sér beitilyngshunang fljótlega.

Kveðja

Gísli Vig.
 
 
 
 
Egill sagði þann 03.May 2012 23:27:13
 Ég skipti/hreinsaði botna í mars. Flutti út afleggjarana úr gróðurhúsinu í byrjun apríl. Öll búin mín 9 tóku hreinsunarflug 20/4 en einhverjar flugur höfðu verið úti áður og skitið. Skoðaði ofaná búin 20/4 og gaf þeim öllum 0,5 kg Neopoll. Eitt búanna (bú nr 6) var bara með góða handfylli af býflugum og hversvegna –jú búið hafði ákveðið að skipta um drottningu mánaðar mótin júlí-ágúst en sú nýja hafði ekki byrjað varp í lok ágúst svo ég setti nýja frjóa drottningu í búið en missti sýnilega af uppeldi vetrarbýflugna (  sjá neðarlega á þessari síðu http://byflugur.is/index.php?site=21&menuid=4 ). Alltaf er maður að læra af mistökunum. Tveir afleggjarar sem ég vetraði saman með þilplötu á milli á 2 kössum voru lifandi annar sýnu minni og fékk hann því býflugurnar úr búi nr 6 en drottninguna tók ég og setti í drottningarbúr og sett í hinn afleggjarann til að halda henni lifandi ef á þarf að halda.

Í dag 3/5 skoðaði ég öll búin 8 sem eftir lifa –sýnu stærst og frísklegast var Topplistabúið og ungviði komið í 5 vaxkökur, bæði hjúpað og druntar, það sat á 13 vaxkökum í vetur og 3 þeirra voru sneisafullar af fóðri og fóður í flestum hinna líka. Ég endurraðaði aðeins vaxkökunum þar setti þær verr útbyggðu aftast og fóður kökurnar nær ungviðinu-flott bú.

Eitt búanna í býhúsunum mínum var í minna lagi en hin 4 sæmilega stór og í 2 búanna var komið ungviði þ.a. 5 rammar í einu þeirra og þar af 1 rammi með druntum.  Ég skoðaði bara í efrikassana í býhúsunum (sem ég svo kalla og innihalda 2 bú hvert).  Afleggjarana tók ég  og setti á sitthvorn kassann með þak sem botn minnkaði verulega flugopið og setti hjá þeim dreypifóðrara. Drottningin var lifandi í búri sínu.  

Öll búin eru enn sneisafull af fóðri og engin ástæða að óttast um að þau skorti neitt nema ég ætla að halda áfram að gefa þeim frjódeig þó aðeins hafi örlað á frjókorni í römmunum, sem þær hafa borið inn síðustu daga. Ef hret kemur í maí verða þær fljótt uppiskroppa með frjókornin fyrir ungviðið og maður getur bara grætt á að gefa það.

Með von um áframhaldandi milt vor og frábært býsumar.

 
 
 
 
Egill sagði þann 04.May 2011 13:19:35
 Flugurnar voru úti í gær að hreinsa sig. Ég hafði tekið eftir skítadropum af og til kringum búin þó mest 28/4 en í gær var allt útskitið á lóðinni. Maður sér þetta sérlega á bílunum –sækja í að skíta á glansandi hlutum (lakki). Þar sem hitastig var um 14°C áræddi ég að skoða í búin mín sem öll lifa (8-9 st) en 1 búið er með 2 drottningum í  og  krossviðsplötu á milli sem skilur af samfélögin. Þetta bú hafði ég á 2 Langstroth kössum inni í gróðurhúsi og setti viskustikki yfir og þar ofaná 1 kassa  í viðbót fullan af spæni. Eh hafði ég ekki gengið nógu vel frá þessu þannig að í öðrum hlutanum voru miklu fleiri flugur- tel ég þær hafa komist á milli og safnast meira öðru megin. Báðar dr voru lifandi og byrjaðar að verpa og voru 2 rammar  með ungviði í stærri helmingnum en 1 í hinum og að hluta til byrjað að púpast (lok yfir klakhólfunum). Þetta bú setti ég út í garð í gær. Topplistabúið kom verulega illa undan vetri og það er öruggt að ég gætti ekki nógu vel að loftræsting væri góð –þar eru einungis handfylli eftir af flugum og líklega drepst það alveg á næstu dögum. Hin 6 búin sem eru í tréhúsunum eru öll lífleg og sæmilega sterk í þau eru komnir 1-2 rammar af eggjum en ekkert meira ungviði sem ég bjóst þó við að sjá því nokkuð er síðan hitastig inni í búunum hækkaði. Þetta er besta lifun sem ég hef haft eftir vetur. 
 
 
 
 
Egill sagði þann 20.July 2010 22:53:03
 Fór í gegnum búin mín 3 síðasta föstudag. Búin á Langstroth kössunum sitja á 2 slíkum og þar voru 6 og 7 rammar með ungviði í samtals 13 rammar í hvoru búi og það var farið að þrengja að varpplássi fyrir drottninguna bætti því við 1 kassa á hvort bú og sitja þær því á 3 kössum hvort núna. Búið á topplista kerfinu höfðu ekkert byggt í neðri kassann en þær voru búnar að byggja út þá 2 lista sem é flutti í neðri kassann og lét ég þær því vera. Skrifið nú hvernig gengur hjá ykkur !!!
 
 
 
 
Egill sagði þann 05.July 2010 22:18:31
 Ég skoðaði búin mín 3 í dag 1 er á Langstroth heilum römmum, 1 á ¾ og annað sem  topp lista bú. Öll voru komin með mikið af ungviði eða í 7-8 ramma ég upplifði búið á ¾ Langstroth sem öflugast en bæði Langstroth búin fengu ramma fulla af vetrarfóðri og topp lista búið hefur fengið sykurvatn. Ég bætti því við 1 kassa á öll búin en er hættur að fóðra þau að öðru leiti. Munið 7/10 regluna –ef ungviði er komið í 7 af 10 römmum á að bæta við kassa ofaná búin.

Skoðaði einnig búin í Reykholtsdalnum hjá Elísabetu og Snorra. Búið hjá Snorra er á ¾ Langstroth kassa, hafði fengið sykurvatn og var öflugt en búin hjá Elísabetu fengu þurrsykur og voru minni umleiks.

Það er sýnilegt út frá þessu að það borgar sig að fóðra pakkaflugurnar vel til að koma þeim í gang.

 
 
 
 
Egill sagði þann 28.June 2010 12:43:03
 Fór í gegnum nýju búin mín 3 25/6. Topplista búið var byrjað að byggja vaxkökur undir  7 af 8 mögulegum listum og í 5 þeirra voru komin egg. Hæðin á vaxkökunum var sem mest um 20 cm. Í búunum sem ég setti á Langstroth kassa voru komin egg í 4 ramma en þessi bú voru fengu ramma með vetrarfóðri þeirra búa sem drápust hjá mér í vetur. Þið sem áttuð ekki vetrafóður verðið að alda áfram að fóðra þær að ég myndi telja 2-3 vikur viðbót en ekki er þörf á nýjum kassa fyrr en eftir ca 4 vikur. Læt ykkur fylgjast með framgangi búanna og hvað ber að hafa í huga.
 
 
 
 
Egill sagði þann 12.May 2010 13:04:39
 Fór í gegnum búin mín sunnudaginn 9/5 -13°C úti. Búið sem ég setti inn í bílskúr var dautt.

Búin í trogkúpunni voru stór(„fjölmenn“) og myndarleg  en þó var búið með kreiner drottningunni (frá 08) sínu stærra, komin voru egg og hjúpað ungviði í 2 ramma hjá því. En ekki sá ég egg í hinu búinu (enda ekki með gleraugu) En drottningin var frískleg að sjá. Búin 2 á Langstroth kössum (þau sem voru úr seinni sendingunni og sett voru inn í gróðurhúsið í haust) sátu á 3 römmum, annað var komið með egg í 2 ramma í hinu sá ég ekki egg en drottninguna sá ég þar á vappi. Fullt var af fóðri (römmum fullum af „sykurhunangi“) í öllum búunum enda fengu öll búinn rúmlega 20 kg af sykri blandað í vatn í haust. Þau á Langstroth kössunum voru á 2 kössum svo ég tók neðri kassann frá þeim (til að auðvelda þeim að halda hita í búinu). Í gær sá ég þær bera mikið af frjókorni í búin (líklega mest frá víðitegundum) og þetta hef ég ekki séð áður svo snemma hér á landi því venjulega hefur verið of kalt þegar víðirinn blómstrar.  Svo stór bú sem í trogkúpunum hef ég ekki séð að vori hér á landi áður svo að í framtíðinni mun ég vetra öll mín bú á þann hátt.

 
 
 
 
Egill sagði þann 19.January 2010 23:10:36
 Ég setti búin inn í nóv eftir gott  kuldakast en 2 eru úti 3 fóru í jarðkjallarann og 2 í gróðurhúsið.

Eitt búanna í jarðkj. Var frekar órólegt og hækkaði hitastigið í þvi jafnt og þétt-setti það því út aftur og beið eftir góðu frosti í nokkra daga. Tók þá undan botninn, þar var slatti af dauðum flugum en þó ekki botnfylli –hreinsaði það og setti inn aftur nokkrum dögum seinna bf voru rólegar og hitinn í búinu hafði lækkað. Setti þær því inn aftur en viti menn það ókyrrðist aftur og hin búin 2 líka þó hitastigið í jarðkj. væri um 2 °C . Setti því  búin 3 inn í gróðurhús og var góður kuldi þar nokkurn tíma. Búin eru öll lifandi en í búunum sem eru úti eru einstaka býflugur að koma út í þessum leiðinda hita sem nú er en snúa ekki heim aftur (sjálfsmorðsflug).

 
 
 
 
Torbj÷rn(torbjorn@domusmedica.is) sagði þann 28.July 2009 15:14:12
Sæll!
Ég tók við eitt bú úr seinni sendingu og henti þeim í tóman trékassa sem ég smiðaði sjálfur. Svokallaður Warré kassi sem er 30x30 cm innri mál og 21 cm á hæð. Ég er búin að fylgjast vel með gangi mála á flugbrettinu og er umferðin alltaf að aukast. Um siðustu helgi skoðaði ég í fyrsta sinn. Þær höfðu þá byggt út efsta kassan og allt með kyrrum kjörum.  Mín von er að þær ná að byggja út kassi nr 2 sem er undir þannig að hægt verði að vetra sem sæmilega stórt bú. Elliðaárdalurinn stendur í fullan blóma svo aðstæður eru þær bestu ef ekki verður of kalt í veðri. Ég geri ekki ráð fyrir að taka hunang í haust en vona að flugurnar lifi veturin.

Spennandi að heyra hvernig flugurnar að Núpi komust svona vel af. Hvernig voru búin gengin frá í fyrra haust, hvaða tegund af kassar og hva var sett yfir rammana, dúkur, plast, einangrun, loftgöt etc. Hvernig var botnin í kössunum og hvar stóðu þær, loftun undir, úti inni.... Við verðum að fá nákvæmar lýsingar svo að við getum reynt að endurtaka velgengnina.
 
 
 
 
Egill sagði þann 28.July 2009 13:58:00
Fór í gegnum búin í dag.
Þau sem komu 29/5 eru á 5 kössum og nóg rými enn innihalda að meðaltali 19 ramma (3/4 Langstroth) ungviði, nýrri búin eru á 2 kössum og eru með um 7 ramma (heill Lth), slatti af hunangi er í búunum eldri og tók ég 4 (3/4 Lth) frá eldri búunum –reikna með að geta tekið frá þeim meira í næstu viku ef tíð verður góð.
Eitt búið var m 3 dr.hólf þar sem þær sýnilega höfðu byrjað að ala upp dr. En fjarlægt þær svo en eftir var dr.hunang í hólfunum. Hér hafa þær ætlað sér í sverm en hætt við af eh.  ástæðum(liklega v veðurblíðu svo og að ég setti til þeirra auka kassa þar sem ég var í hestaferð í rúma viku.
 
Látið nú vita af gangi hjá ykkur.
 
Björn á Núpum hringdi, hann var með 2 bú lifandi e veturinn sem hafa braggast vel. Hann fór austur á land í gróðursetningu og skildi e 1 tóman kassa við búin ef kæmi svermur og það var raunin þannig að hann er nú með 3 lífleg bú.
 
 
 
 
Egill sagði þann 10.June 2009 21:09:33
Fór í gegnum búin mí í annað sinn síðan þau komu. Drottningin sem ætlaði að fljúga burt úr fyrsta búinu sem ég sýndi ykkur tókst það sýnilega -enginn egg en byflugurnar rólegar og hafa unnið eins og hin búin- gerði drottningarpróf-setti ramma með nýorpnum eggjum úr öðru búi og ath hvort þær búi til dr.hólf e ca viku. Í hinu búinu var dr á fullu í varpi komnir 4 rammar með ungviði (ég er með 3/4 langstroth 2 kassa á hverju búi) - eina vandamálið er að rammarnir sem þær fengu er þær fluttu inn eru enn troðfullir af fóðri en mér fanst þó ekki tímabært að setja til þeirra nýjan kassa - hugsanlega e 1-2 vikur þegar bf massinn er orðin meiri.
Í gamla búinu mínu sem ég setti til bf þar sem dr var dauð voru komnir 6 rammar með ungviði en þar minna fóður en samt nóg. Bf voru frisamlegar þó ekki væri meira en 13°C enda af Bucfasttegund sem ef vel ræktuð er þekkt fyrir gæflyndi og mikil afköst bæði hvað varðar varp og hunang. Segið nú fréttir af ykkur á ykkar spjallþætti
 
 
 
 
Egill sagði þann 22.April 2009 13:34:13
Það er varla að ég hafi geð í mér að skrifa nokkuð nú- en verð líklega að láta mig hafa það.
Ég hafði tekið eftir því að hitastigið í búunum hafði lækkað í mars - búin höfðu öll verið frekar óróleg frá því að ég flutti þær inn í jarðkjallarann(eftir nokkurra daga frost) í okt/nóv . Man ekki hvenær það var en ég flutti þær aftur út í des í nokkra daga  til að “kæla” þær. Þær byrjuðu þó aftur að “suða” svo ég opnaði jarðhýsið og þannig þögnuðu þær loks.
Í öllu falli flutti ég búin 5  út í síðustu viku en fann mér til mikillar sorgar að 4 stærstu búin voru dauð en í því minnsta var handfylli af flugum lifandi. Botnarnir sem ég hafði sérútbúið(smíðað)  voru 5 cm djúpir, voru fullir af dauðum flugum en mikið fóður var e í römmunum. Á toppi búanna hafði ég sett trélista sem áttu að sjá til þess að næg loftun yrði. Hitastigið í jarðhýsinu var milli 0-4 °C nema þegar búin voru sem órólegust ,komst hann í rúml. 7°C en þá opnaði ég og kældi. Líklegasta ástæðan f dauða þeirra er að þær hafi ekki verið komnar í almennilega vetrarhvíld áður en ég flutti þær inn.
Nú er ég hættur að rembast þetta ef Álendingurinn getur ábyrgst örugga afhendingu búa hvert vor ætla ég að hafa standandi pöntun á 5-10 búum hvert vor,  en fóðra þær með 10-15 kg sykri um haustið og setja búin sem lifa að hausti inn í  gróðurhúsið mitt þegar veður hefur verið nægjanlega kalt í 1 mánuð eða svo og í mesta lagi skipta um botn einu sinni í mánuði og  opna gróðurhúsið ef fer að hitna af sól. Ef eh lifa set ég þær út um leið og veður leyfir.
 
 
 
Heimsóknir: 
Stjórnun