Býflugur.is
Lei­beiningar vi­ ger­ afleggjara
Torbj÷rn Andersen (isbyflugur@gmail.com) ritaði þann 22.June 2014 12:17:06
 
Til að viðhalda býflugnastofninum hjá sér er nauðsynlegt að skipta út drottningu ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Þar að auki er eðlilegt að gera afleggjara á hverju ári, helst af öllum búum. Þetta er til að tryggja sig fyrir vetrartapi og til að fjölga búum á Íslandi. 
Það eru til margar leiðir til að gera afleggjara. Ein leið er sú sem ég lýsti hér að ofan sem milliafleggjara við skipti af drottningu.
Önnur aðferð má kalla "flugsvermur".
Maður færir móður búið á annan stað í býgarðinn, helst 10 metra frá. Á gamla staðinn setur maður nýtt bú með óútbyggða ramma. Frá móðurbúinu tekur maður 1-2 ramma af bara innsigluðu ungviði sem er sett í miðjuna. Pöruð, eða ópöruð drottning eða jafnvel bara lokað drottningahólf er sett á milli ungviðarammanna. Allar safnflugurnar fara heim í þetta nýja bú sem verður þokkalega öflugur afleggjari.
 
Heimsóknir: 
Stjórnun