Býflugur.is
Lei­beiningar vi­ skipti drottningar.
Torbj÷rn Andersen (isbyflugur@gmail.com) ritaði þann 22.June 2014 10:56:02
 
Til að viðhalda býflugnastofninum hjá sér er nauðsynlegt að skipta út drottningu ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Við okkar aðstæður er mjög mikilægt að drottningin sé öflug og verpi vel. Þar að auki er eðlilegt að gera afleggjara á hverju ári, helst af öllum búum. Þetta er til að tryggja sig fyrir vetrartap og til að fjölga búum á Íslandi. 
Það eru til margar leiðir til að skipta út drottningu. 
Það er gífurlega stórt inngrip í býflugnabú að fjarlægja gamla drottningu og setja framandi inn í staðinn. Búið leitast við að fjölga sitt eigið erfðaefni og við erum að þvinga upp á það framandi. Þetta er svolítið eins og að þvinga Íslendinga til að ganga í Evrópu-sambandið og við vitum öll hvað það er erfitt.
Ég mæli með eftirfarandi aðferð sem má kalla milli-afleggjara.
Gera litinn afleggjara sem inniheldur 2 ramma með lokuðu ungviði með ásitjandi flugum, helst með ungviði sem er í þann mund að skríða út. Þetta þekkið þið á dökkan lit innsiglisins. Það á ekki að vera opið ungviði eða egg á þessum tveimur römmum, bara lokað ungviði. Einn fóðurrammi, einn útbyggður tómur rammi. Hrista flugur af tveim ungviðarömmum til viðbótar upp í afleggjarann.
Þessi afleggjari má setja ofan á móðurbúið á milli-afleggjaraplötu með litið flugop, bara 1 cm. Það má líka setja hann á venjulegan botn á annan stað en það verður að hafa lokað fyrir netið í botninn og minnka flugopið niður í bara 1 cm og loka því allveg með grasi þannig að flugurnar þurfi að éta sig út. Aðvitað verður maður að vera allveg viss um að gamla drottningin fylgii ekki með í afleggjaranum. Nýja drottningin er sett í búrið á milli ungviðarammanna í þessum afleggjara og flugurnar látnar éta hana út. Eftir 3 daga má opna afleggjarann og leita að eggjum. Þá eiga að vera komin egg. Maður lokar aftur afleggjaranum og bíður í þrjár vikur eða þangað til að nýja ungviðið er byrjað að innsiglast!
Þá má fara í gegnum móður búið og drepa gömlu drottninguna. Búin eru þá sameinuð með dagblað á milli með fáeinum litlum götum í.
 
 
Gy­a Atladˇttir(gydaat@gmail.com) sagði þann 22.June 2014 19:04:09
Ég hef nokkrar spurningar varðandi þessi drottningaskipti:

1) Hvað er milli-afleggjaraplata?

2) Þegar ég er búin að setja tvo ungviðaramma, einn fóðurramma og einn útbyggðan ramma vantar enn sex ramma, svo mín spurning er með hverju fylli ég upp kassann?

3) Hvers vegna er flugopið haft svona lítið? Hvaða tilgangi þjónar það?

Bestu kveðjur og þakkir fyrir fræðsluna

Gyða Atladóttir 
 
 
 
 
Gy­a Atladˇttir(gydaat@gmail.com) sagði þann 22.June 2014 19:04:05
Ég hef nokkrar spurningar varðandi þessi drottningaskipti:

1) Hvað er milli-afleggjaraplata?

2) Þegar ég er búin að setja tvo ungviðaramma, einn fóðurramma og einn útbyggðan ramma vantar enn sex ramma, svo mín spurning er með hverju fylli ég upp kassann?

3) Hvers vegna er flugopið haft svona lítið? Hvaða tilgangi þjónar það?

Bestu kveðjur og þakkir fyrir fræðsluna

Gyða Atladóttir 
 
 
 
Heimsóknir: 
Stjórnun